Rósroði (Rosacea) er langvinnur húðkvilli sem kemur aðallega fram á andlitinu sem roði, bólumyndun, jafnvel graftarbólur, æðaslit og stundum mikill þroti. Oftast byrja einkennin sem roði á miðandliti, á kinnum, nefi eða enni, en einnig geta þau komið fram á hálsi, bringu, á eyrum og í hársverði. Aðaleinkenni kvillans er roði, sem líkist sólbruna. […]
Lesa meira →Settaugabólga (Sciatica) er samnefni yfir verki í úttaugakerfi hryggjarins, nánar tiltekið í neðra baki. Sciatica dregur nafn sitt af stærstu hryggjartauginni N.Ischiadigus (L4-S3), sem ávallt verður fyrir mesta áreiti hryggjartauga vegna staðsetningu og sverleika. Taugin greinist til stóru vöðvanna, M.Semitendinosus/Semimembranosus og M.Biceps Femoris (caput longum), og klífur sig síðan í N.Peroneus og N.Tibialis. Orsök settaugabólgu […]
Lesa meira →Augun eru afar næm og viðkvæm líffæri sem liggja varin í fitulagi í augntóftunum. Augnlok og augnhár verja augun fyrir hnjaski, ásamt því að varna því að aðskotakorn komist í augun. Augnlokin gegna einnig því hlutverki að mýkja slímhimnu augans og þannig skola burtu óhreinindum. Sagt er að augun séu gluggar sálarinnar, en augun geta […]
Lesa meira →Við þekkjum það langflest að hafa upplifað verki. Þeir geta verið margskonar og af mismunandi ástæðum. Verkir eru aðferð líkamans til að láta vita ef eitthvað er að, ójafnvægi verður á eðlilegri líkamsstarfsemi og líkaminn lætur vita af sér með því að senda boð með sársaukataugum til heilans og getur þá gert viðeigandi ráðstafanir til […]
Lesa meira →Á hlýjum sumardögum er svo dásamlegt að sitja úti og borða ís. Það að geta búið til sinn eigin ís á mjög auðveldan hátt í blandaranum heima hljómar vel og ekki er það verra að ísinn sé bráðhollur. Hér fylgir uppskrift af mjög góðum avókadóís sem er passleg fyrir 2-3 1 avókadó 1/3 bolli cashewhnetur […]
Lesa meira →Tognun getur orðið þegar liðbönd eða aðrir vefir skaddast við harkalega teygju eða snúning. Oft getur verið erfitt að greina á milli alvarlegrar tognunar og brots, því einkennin geta verið ansi lík. Tognun er þegar ofteygja verður á mjúkvef, gjarnan eftir að einstaklingur misstígur sig eða dettur, en einnig oft vegna of mikils álags á […]
Lesa meira →Basil eða basilíka (Ocimum basilicum) er einær jurt af varablómaætt. Uppruni hennar er í Íran og á Indlandi og hefur hún verið ræktuð þar í þúsundir ára. Basilíka hefur mikið verið notuð sem lækningajurt, í matargerð og einnig á hún mikinn þátt í menningu ýmissa landa. Basilíka er t.d. talin helg jurt á Indlandi, á […]
Lesa meira →Íslensk fjallagrös (Cetraria islandica) eru næringarrík, seðjandi og einstök til lækninga. Blöð fjallagrasa eru mismunandi, þau eru oft brúnleit eða nær svört, mjó og rennulaga, eða þau geta verið blaðkennd og frekar breið, ljósbrún eða grænleit á lit. Blaðjaðrarnir eru alsettir mjóum randhárum. Fjallagrös hafa ýmsa góða eiginleika, sem nýtast vel til lækninga og eru […]
Lesa meira →